Icesave-bollinn bjargaði fánanum

Hörður Lárusson segir að það hafi verið heppilegt að íslenski …
Hörður Lárusson segir að það hafi verið heppilegt að íslenski fáninn hafi ekki verið notaður í lógó Icesave. Samsett mynd

Hörður Lárusson er grafískur hönnuður. En hann er líka manna fróðastur um sögu íslenska fánans. Það var ekki augljóst mál að fáninn sem við þekkjum í dag yrði þjóðfáni Íslendinga. Hörður stefnir á útgáfu þriðju bókar sinnar um fánann.

Þjóðfáninn íslenski er sennilega þekktasta tákn landsins. En hann hefur ekki verið það nema í rúma öld. Þá var það kóngur í Köben og fánanefnd skipuð fimm körlum sem ákvað að tillaga Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar skyldi verða þjóðfáni Íslands.

Þessi saga er margslungin og að einhverju leyti ósögð enn. Einn er sá maður sem vinnur að því að draga allt sem máli skiptir um hana fram í dagsljósið. Það er hönnuðurinn Hörður Lárusson sem árum saman hefur haft hugann við þjóðfánann og raunar marga aðra af svipuðum toga.

En áhuginn spratt fyrir hreina tilviljun. Árið 2008 ákvað Hörður að læra bókband ásamt góðum vinum. Þurfti hann í því sambandi að útvega sér gatslitna bók sem færa mætti í betra horf. Fór hann til Braga Kristjónssonar í Bókavörðunni og bað hann að selja sér ónýta bók. Fylgdi beiðninni leiðbeining um að ekki skipti miklu um innihaldið. Fyrir 50 krónur seldi Bragi honum bók.

„Ég tók hana og leit varla á hana. Bara fín stærð og fín þykkt. Og það var skýrsla fánanefndar. Þannig dett ég í þetta,“ útskýrir Hörður.

Inni í bókinni var svo að finna á lausu blaði textalýsingar á öllum þeim tillögum sem bárust fánanefndinni þegar hún var að störfum 1914.

Mér fannst þetta svo áhugavert. Ég hafði aldrei heyrt um þetta. Og sem hönnuður ákvað ég að teikna upp tillögurnar og ég geri það og klára og gef út litla bók með þessum myndum 1. desember 2008.“

Hörður segir að lógó Icesave hafi bjargað íslenska fánanum.
Hörður segir að lógó Icesave hafi bjargað íslenska fánanum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sagan enn að koma í ljós

Enn er Hörður að rannsaka þessar tillögur og ýmislegt að koma upp úr dúrnum. Um það verður ekki fjölyrt akkúrat á þessum tímapunkti en þó má upplýsa að á næsta ári hyggst Hörður gefa út nýja bók um fánann. Þar verður ýmislegt upplýst sem vekja mun athygli.

Á þessari samfylgd, fána og manns, hefur Hörður nýtt þekkingu sína og reynslu sem hönnuður til þess að skoða hlutina frá eilítið öðru sjónarhorni en flestum er tamt. Bendir hann til dæmis á að ekki sé sjálfsagt að fáninn hafi lifað óbreyttur af frá því að hann var tekinn upp 1915.

„Ég er með þá kenningu að Icesave-bollinn sem var í miðlum um allan heim [í tengslum við bankahrunið 2008], hafi að mörgu leyti bjargað fánanum. Því það er svolítið magnað þegar þú skoðar það á heimsvísu að lönd breyta mjög sjaldan fánum en það gerist og það gerist raunar á hverju ári að eitthvert land geri breytingar. En það gerist bara þegar það hefur eitthvað smitast á fánann, hann er orðinn tákn fyrir eitthvað annað en hann stendur fyrir. Ef við hefðum ekki átt þennan blessaða bolla þá hefðu fjölmiðlar erlendis líklega notað fánann miklu meira, sem táknmynd Íslendinganna sem kostuðu fólkið allan peninginn,“ útskýrir Hörður.

Hörður fyrir framan fánatillögu Kjarvals sem ekki varð fyrir valinu. …
Hörður fyrir framan fánatillögu Kjarvals sem ekki varð fyrir valinu. Tveir saumaðir fánar af þessu tagi eru til í landinu. mbl.is/Brynjólfur Löve
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál