Einn launahæsti fasteignasali landsins leigir út höll sína í Kópavogi

Hannes Steindórsson, fasteignasali á Lind fasteignasölu, hefur auglýst glæsihús sitt …
Hannes Steindórsson, fasteignasali á Lind fasteignasölu, hefur auglýst glæsihús sitt til leigu.

Hannes Steindórsson, fasteignasali á Lind fasteignasölu, hefur auglýst glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi til leigu. Hannes var í öðru sæti yfir tekjuhæstu fasteignasala landsins árið 2023. 

Hús Hannesar er glæsilegt, 307 fm að stærð, og var reist 2008. Það er á tveimur hæðum og hefur verið endurnýjað mikið á síðustu árum. 

Eldhús og stofa renna saman í eitt og eru dökkar innréttingar í eldhúsi. Í eldhúsinu er eldhúskrókur með leðurbekk og er svalahurð út úr eldhúsinu þar sem hægt er að ganga út á 70 fm timburverönd. 

Fyrir framan eldhúsið er borðstofa og arin sem er klæddur með kampavínlistuðum granítsteini. 

Í auglýsingu á fasteignavef mbl.is kemur fram að hægt sé að leigja húsið í tvö til fjögur ár og leigutaki geti leigt það með eða án húsgagna. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Þrymsalir 16 

Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar og svalahurð út í garð.
Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar og svalahurð út í garð.
Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu.
Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu.
Í stofunni er glæsilegt útsýni og fallegur arinn sem er …
Í stofunni er glæsilegt útsýni og fallegur arinn sem er klæddur með kampavínslituðum granítsteini.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál