Hannes Steindórsson, fasteignasali á Lind fasteignasölu, hefur auglýst glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi til leigu. Hannes var í öðru sæti yfir tekjuhæstu fasteignasala landsins árið 2023.
Hús Hannesar er glæsilegt, 307 fm að stærð, og var reist 2008. Það er á tveimur hæðum og hefur verið endurnýjað mikið á síðustu árum.
Eldhús og stofa renna saman í eitt og eru dökkar innréttingar í eldhúsi. Í eldhúsinu er eldhúskrókur með leðurbekk og er svalahurð út úr eldhúsinu þar sem hægt er að ganga út á 70 fm timburverönd.
Fyrir framan eldhúsið er borðstofa og arin sem er klæddur með kampavínlistuðum granítsteini.
Í auglýsingu á fasteignavef mbl.is kemur fram að hægt sé að leigja húsið í tvö til fjögur ár og leigutaki geti leigt það með eða án húsgagna.