Einbýlishúsin í Fossvogi í Reykjavík eru eftirsótt. Í lok febrúar var eitt slíkt auglýst til sölu við Kvistaland. Um er að ræða 231,1 fm einbýli sem reist var 1980.
Húsið er á hægri hönd þegar keyrt er inn Kvistalandið og í kringum húsið er skjólgóður og stór garður sem vel hefur verið hugsað um.
Í húsinu, sem er á einni hæð, má finna anddyri, gestasalerni, stofu, borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr.
Ásett verð var 210.000.000 kr.
Nú hefur húsið verið selt á 202.000.000 kr.
Kaupin fóru fram 24. júní og var húsið afhent 24. ágúst.
Smartland óskar kaupendunum til hamingju með húsið!