Steinbergur hefur staðið í miklum breytinum en nú er húsið komið á sölu

Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason og eiginkona hans, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, hafa sett heillandi einbýli sitt í Breiðholtinu á sölu. Parið festi kaup á húsinu 2018 og síðan þá hefur nánast allt verið endurnýjað hvað varðar innréttingar, gólfefni, baðherbergi og þar fram eftir götunum. Í þessum takteringum var garðurinn ekki skilinn útundan og hann snyrtur og lagaður heilmikið. Húsið er 209 fm að stærð og var reist 1971. 

Húsið var eins og leikmynd í Mad Man sjónvarpsþáttunum þegar Steinbergur og Hrafnhildur keyptu það. Þar voru grænar flísar, blá gólfteppi og grænar formæka-innréttingar í eldhúsinu. Þau keyptu húsið á 73.500.000 kr. en nú er ásett verð 168.900.000 kr. 

Í eldhúsinu eru eikar-innréttingar í bland við hvítar sprautulakkaðar.
Í eldhúsinu eru eikar-innréttingar í bland við hvítar sprautulakkaðar.
Skipulagið á eldhúsinu var látið halda sér.
Skipulagið á eldhúsinu var látið halda sér.
Áður voru grænar innréttingar með formæka-hurðum með eikarrömmum.
Áður voru grænar innréttingar með formæka-hurðum með eikarrömmum.

Arkitekt fenginn í málið 

Valdimar Harðarson arkitekt endurhannaði breytingarnar á húsinu og var tekið tillit til upprunalegrar hönnunar hússins. Kjartan Kjartansson arkitekt teiknaði það á sínum tíma og var hönnun hans sýnd virðing þegar farið var í endurbætur. 

Í eldhúsinu eru eikar-innréttingar með gripum og gott skápapláss. Efri skápar eru opnir að hluta til sem létta á eldhúsinu þar sem það er í sérherbergi og ekki galopið inn í stofu. 

Nýtt parket var sett á stofuna. Hér er húsgögnum raðað …
Nýtt parket var sett á stofuna. Hér er húsgögnum raðað upp á nýmóðins hátt. Sófar úti á gólfi og birtan flæðir inn um stóra glugga.
Stofan er björt og rúmgóð.
Stofan er björt og rúmgóð.
Stofan er á palli fyrir ofan borðstofuna.
Stofan er á palli fyrir ofan borðstofuna.

Borðstofan nú og þá 

Húsið er hannað þannig að gott skjól myndast á útisvæði í garðinum. Stórir gluggar í borðstofu hleypa birtinunni inn og sjarmi áttunda áratugarins fær að njóta sín. Í dag er borðstofan flísalögð með fallegum ljósgráum flísum en áður var blámunstrað teppi á gólfinu. 

Skipt var um gólfefni í borðstofunni. Hér fær PH-ljós Poul …
Skipt var um gólfefni í borðstofunni. Hér fær PH-ljós Poul Henningsen, snjóboltinn, að njóta sín.
Þetta bláa teppi prýddi borðstofuna þegar húsið var auglýst til …
Þetta bláa teppi prýddi borðstofuna þegar húsið var auglýst til sölu 2018.

Nýtt baðherbergi

Þegar Steinbergur og Hrafnhildur keyptu húsið voru baðinnréttingar úr furu í húsinu, grænar flísar og grænt baðkar. Nú eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar í húsinu og baðkarið hefur vikið fyrir sturtu. 

Hvítar sprautulakkaðar innréttingar prýða baðherbergið.
Hvítar sprautulakkaðar innréttingar prýða baðherbergið.
Áður var allt grænt, grænt baðkar, grænir vaskar og grænt …
Áður var allt grænt, grænt baðkar, grænir vaskar og grænt salerni.
Húsið er fallega hannað.
Húsið er fallega hannað.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Fornistekkur 16

Stórir gluggar setja svip sinn á húsið.
Stórir gluggar setja svip sinn á húsið.
Hér eru útihúsgögn frá HAY á besta stað í garðinum. …
Hér eru útihúsgögn frá HAY á besta stað í garðinum. Þau fást í Epal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál