Guðbjörg keypti 121 milljóna íbúð í Vesturbænum

Guðbjörg Sigurðardóttir hefur fest kaup á fallegri íbúð við Kvisthaga …
Guðbjörg Sigurðardóttir hefur fest kaup á fallegri íbúð við Kvisthaga í Reykjavík. Samsett mynd

Guðbjörg Sigurðardóttir, kvikmyndaframleiðandi og eiginkona Ottós Guðjónssonar lýtalæknis á Dea Medica, hefur fest kaup á 130,8 fm íbúð við Kvisthaga í Reykjavík. Um er að ræða vandaða og eigulega íbúð á góðum stað í Vesturbænum sem er á annarri hæð í húsi sem reist var 1954. Nokkrum árum síðar, eða 1961, var bílskúr reistur við húsið.

Bílskúr fylgir einmitt íbúðinni sem Guðbjörg festi kaup á. Guðbjörg hefur verið fyrirferðamikil á fasteignamarkaðnum og hefur keypt og selt nokkrar fasteignir á síðustu árum. Það rataði í fréttir þegar Guðbjörg seldi Björk Guðmundsdóttur rúmlega 400 milljóna Sigvaldahús við Ægisíðu. 

Íbúðin sem Guðbjörg festi kaup á er við Kvisthaga í …
Íbúðin sem Guðbjörg festi kaup á er við Kvisthaga í Reykjavík.
Guðbjörg seldi Björk Guðmundsdóttur einbýlishús við Ægisíðu í Reykjavík.
Guðbjörg seldi Björk Guðmundsdóttur einbýlishús við Ægisíðu í Reykjavík.

Tvær íbúðir við Hafnartorg 

Á tímabili átti Guðbjörg tvær íbúðir í glæsihúsunum við Hafnartorg, þar að segja við Reykjastræti 5 og Bryggjugötu 2. Í apríl seldi hún íbúðina við Reykjastræti 5 og fékk fyrir hana 230.000.000 kr. 

Einhverjir gætu spurt sig að því hvað hún kaupi næst enda mikil smekkkona þegar kemur að fasteignum og heimilum almennt. 

Smartland óskar Guðbjörgu til hamingju með íbúðina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál