Aron seldi rafrettukóngum lúxusíbúðina

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félag Arons Pálmarssonar handboltastjörnu í FH, AP24 ehf., hefur selt lúxusíbúð við Hafnartorg. Íbúðin var auglýst til sölu í vor og vakti töluverða athygli fyrir glæsileika. En líka fyrir eitt annað. Í fasteignaauglýsingu kom fram að öll húsgögnin sem prýddu íbúðina gætu fylgt með í kaupunum. 

Þeir aðilar sem þráðu að flytja inn í heim Arons Pálmasonar gátu því keypt allt í einni ferð; íbúð, sófa, stóla, mottu og borð og svo fram eftir götunum. Íbúðin er staðsett við Reykjastræti 7 á Hafnartorgi og er 101 fm að stærð og er í húsi sem reist var 2019. 

Kaupandi íbúðarinnar er félagið Fitjaborg ehf. sem er í eigu Snorra Guðmundssonar og Auðar Ránar Kristjánsdóttur. Þau hafa áður ratað í fréttir vegna fasteignakaupa því þau hafa bæði keypt glæsihús í Akrahverfinu í Garðabæ og líka keypt lúxusíbúð við Hafnartorg. Félag þeirra greiddi 125.000.000 kr. fyrir íbúðina og öll húsgögnin fylgdu með í kaupunum. 

Smartland óskar félaginu til hamingju með íbúðina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál