Elísabet og Daníel selja enn eina perluna á Seltjarnarnesi

Elísabet Alma Svendsen og Daníel Bjarnason hafa innréttað húsið á …
Elísabet Alma Svendsen og Daníel Bjarnason hafa innréttað húsið á glæsilegan máta. Samsett mynd

Elísabet Alma Svendsen, hönnuður og eigandi Listavals, og Daníel Bjarnason tónlistamaður hafa sett einbýlishús sitt við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið hafa þau innréttað á afar sjarmerandi máta, en það telur 242 fm og var reist árið 1958.

Elísabet og Daníel bjuggu áður við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi, en þau keyptu húsið af fyrrverandi forsetahjónum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, árið 2020. Þau tóku húsið í gegn og var útkoman sannarlega glæsileg, en húsið settu þau á sölu í ágúst 2023 og var það keypt af félagi Þóris Snæs Sigurjónssonar kvikmyndaframleiðanda. 

Fagurkerarnir kunna greinilega vel við sig á Seltjarnarnesi, en áður en þau keyptu hús fyrrverandi forsetahjónanna bjuggu þau í fögru einbýli við Miðbraut á Seltjarnarnesi sem þau tóku einnig í gegn. Húsið settu þau á sölu í ágúst 2020.

Falleg list og formfögur húsgögn

Falleg listaverk og formfögur húsgögn eru í forgrunni í húsinu við Valhúsastíg, en það stendur á 825 fm lóð með fallegu útsýni til sjávar og fjalla. Húsið er á tveimur hæðum og státar af fimm svefnherbergjum og einu baðherbergi.

Borðstofa og stofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými á efri hæðinni. Þar er aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar sem gefa rýminu mikinn glæsibrag. Þaðan er útgengt á svalir til suðurs með fallegu útsýni. 

Fallegir hönnunarmunir fá að njóta sín.
Fallegir hönnunarmunir fá að njóta sín. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Á hæðinni er parket úr hnotu í alrými, ullarteppi í herbergjum og náttúrukorkur í eldhúsinu. Þá er sérsmíðuð innrétting í eldhúsinu með fallegri borðplötu frá Granítsteinum sem setur svip sinn á rýmið. 

Ásett verð er 178.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Valhúsabraut 27

Eldhúsið er rúmgott og bjart.
Eldhúsið er rúmgott og bjart. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Fögur listaverk prýða veggi í stofunni.
Fögur listaverk prýða veggi í stofunni. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál