Þetta eru fimm ódýrustu einbýlin á höfuðborgarsvæðinu

Á listanum eru fimm spennandi einbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu!
Á listanum eru fimm spennandi einbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu! Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölbreytt úrval spennandi einbýlishúsa til sölu. Marga dreymir um að losna undan hávaðasömum nágrönnum og upplifa aukið frelsi.

Ef þig langar að geta farið að sofa snemma á kvöldin, eða geta ryksugað langt frameftir án samviskubits, þá finnur þú hér fimm ódýrustu einbýlin sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. 

Berjaland 0

Við Meðalfellsvatn í Kjós er til sölu 95 fm einbýli sem reist var árið 1997. Húsið stendur á 3.300 fm eignarlóð með fallegu útsýni. Húsið er klætt að hluta með stuðlabergi og krossvið, en koparþak er á húsinu. Þá eru svefnherbergin tvö og baðherbergið eitt.

Ásett verð er 82.500.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Berjaland 0

Húsið stendur á fallegum útsýnisstað.
Húsið stendur á fallegum útsýnisstað. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Reykjavíkurvegur 3

Við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði er til sölu 143 fm einbýlishús á þremur hæðum með aukaíbúð. Húsið var reist árið 1912 og státar af fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum.

Ásett verð er 88.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Reykjavíkurvegur 3

Húsið er á þremur hæðum með aukaíbúð.
Húsið er á þremur hæðum með aukaíbúð. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Reykjavíkurvegur 27

Í sömu götu er annað einbýlishús til sölu, en það er einnig á þremur hæðum og telur alls 154 fm. Húsið var reist árið 1925 og státar af fimm svefnherbergjum og einu baðherbergi.

Ásett verð er 102.900.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Reykjavíkurvegur 27

Húsið var reist árið 1925 og skiptist í þrjár hæðir.
Húsið var reist árið 1925 og skiptist í þrjár hæðir. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Öldugata 2

Við Öldugötu í Hafnarfirði er til sölu 154 fm einbýlishús á þremur hæðum. Húsið var reist árið 1914 og státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Ásett verð er 106.500.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Öldugata 2

Mikill sjarmi er yfir húsinu.
Mikill sjarmi er yfir húsinu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Fossatunga 39

Við Fossatungu í Mosfellsbæ er til sölu 165 fm einbýlishús á einni hæð sem reist var árið 1995. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Ásett verð er 109.000.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Fossatunga 39

Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta.
Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál