Er þetta minnsta einbýlishús landsins?

Húsið telur aðeins 28 fm og er elsta húsið á …
Húsið telur aðeins 28 fm og er elsta húsið á Ólafsfirði. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Marga dreymir um að eignast einbýlishús og öðlast í leiðinni frelsi og frið frá háværum nágrönnum sem fara alltof seint að sofa. Það er algengt að einbýlishús séu frekar í stærri kantinum og þar af leiðandi með hærri verðmiða, en það virðist þó ekki vera algilt. 

Við Kirkjuveg á Ólafsfirði er til sölu 28 fm krútthús sem stendur á 350 fm lóð nálægt hafnarsvæðinu. Húsið kallast Sæbali og er elsta húsið á Ólafsfirði, en það var reist árið 1895.

Fram kemur í fasteignaauglýsingunni að búið sé að gera húsið upp bæði að innan og utan í samvinnu við Húsfriðunarnefnd ríkisins, en að utan er húsið klætt með sérsmíðuðum panel eftir gömlu klæðningaborði sem fannst við framkvæmdir á húsinu. Þá eru gluggarnir og útidyrahurðin einnig sérsmíði eftir teikningum frá arkitektinum Magnúsi Skúlasyni.

Héldu í sögulegan sjarma hússins

Haldið var í sjarma hússins þegar það var gert upp að innan um leið og rýmið var opnað og hiti settur í gólfin. Á gólfum hússins má sjá jarðleirsflísar frá englandi, vínilparket og furuborð sem setja án efa svið svip sinn á rýmin. 

Í eldhúsinu má sjá hvíta innréttingu ásamt innbygðum ísskápi og gamalli Rafha eldavél í anda gamla tímans, en panill á veggjum hefur verið málaður í ljúfum bláum tón sem skapar notalegt andrúmsloft.

Í húsinu er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Helena Hansdóttir Aspelund er eigandi hússins en Smartland greindi frá því í fyrra þegar hún byrjaði með Gunnari Lárusi Hjálmarssyni tónlistarmanni eða Dr. Gunna eins og hann er kallaður.

Ásett verð er 26.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kirkjuvegur 19

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál