Hjónin í húsgagnaversluninni Módern, Úlfar Finsen og Kristín Rut Jónsdóttir, hafa fest kaup á 310,2 fm einbýlishúsi í Garðabæ sem reist var 1992. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni. Hjónin keyptu húsið af Bergi Konráðssyni kírópraktor og Ingu Lóu Bjarnadóttur.
Úr húsinu er fallegt útsýni yfir Garðabæinn og er garðurinn í kringum húsið sérlega glæsilegur. Fyrir framan húsið mætast hellur og viðarpallar úr Jatobavið. Tré koma upp úr viðurpallinum og er steypt húsnúmer fyrir framan húsið.
Þegar inn er komið tekur heill heimur við af fegurð. Fiskibeinaparket, vandaðar innréttingar og smart húsgögn skapa fallega heildarmynd. Antík og klassísk hönnun mæta listaverkum og lömpum sem skapa ákveðna heild.
Í hjónaherberginu eru Bose-hljómtæki og fylgja þau með húsinu.
Úlfar og Kristín Rut seldu sitt fallega einbýli í Garðabæ í dögunum eins og greint var frá á Smartlandi í gær:
Úlfar og Kristín greiddu 230.000.000 kr. fyrir einbýli við Óttuhæð og óskar Smartland þeim hjartanlega til hamingju með kaupin!