Módern-hjónin keyptu höll Bergs kíró

Úlfar Finsen og Kristín Rut Jónsdóttir festu kaup á húsi …
Úlfar Finsen og Kristín Rut Jónsdóttir festu kaup á húsi eftir Kjartan Sveinsson.

Hjónin í húsgagnaversluninni Módern, Úlfar Finsen og Kristín Rut Jónsdóttir, hafa fest kaup á 310,2 fm einbýlishúsi í Garðabæ sem reist var 1992. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni. Hjónin keyptu húsið af Bergi Konráðssyni kírópraktor og Ingu Lóu Bjarnadóttur. 

Úr hús­inu er fal­legt út­sýni yfir Garðabæ­inn og er garður­inn í kring­um húsið sér­lega glæsi­leg­ur. Fyr­ir fram­an húsið mæt­ast hell­ur og viðar­pall­ar úr Jatobavið. Tré koma upp úr viður­pall­in­um og er steypt hús­núm­er fyr­ir fram­an húsið.

Þegar inn er komið tek­ur heill heim­ur við af feg­urð. Fiski­beinap­ar­ket, vandaðar inn­rétt­ing­ar og smart hús­gögn skapa fal­lega heild­ar­mynd. An­tík og klass­ísk hönn­un mæta lista­verk­um og lömp­um sem skapa ákveðna heild. 

Í hjóna­her­berg­inu eru Bose-hljóm­tæki og fylgja þau með hús­inu. 

Húsið er við Óttuhæð í Garðabæ.
Húsið er við Óttuhæð í Garðabæ.

Keypt og selt

Úlfar og Kristín Rut seldu sitt fallega einbýli í Garðabæ í dögunum eins og greint var frá á Smartlandi í gær: 

Úlfar og Kristín greiddu 230.000.000 kr. fyrir einbýli við Óttuhæð og óskar Smartland þeim hjartanlega til hamingju með kaupin! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda