Kaupmannshjónin Hákon Hákonarson og Ingibjörg Kristófersdóttir, sem reka verslanirnar Herragarðinn, Mathildu og Englabörn svo einhverjar séu nefndar, hafa sett glæsihús sitt á sölu.
Um er að ræða 319 fm einbýli sem reist var 1974. Ásett verð er 229.000.000 kr.
Hákon og Ingibjörg festu kaup á húsinu árið 2001 og hafa síðan þá nostrað við það og sinnt viðhaldi af alúð.
Í eldhúsinu er súkkulaðibrún bæsuð eikarinnrétting, höldulaus og með gripum, sem var sérsmíðuð hjá Fagus. Marmaraborðplötur prýða innréttinguna og er þar allt til alls eins og tveir bakaraofnar, stór amerískur ísskápur og innfeldur vínkælir.
Eldhúsið var endurnýjað 2015 og þá var líka skipt um gólfefni á hæðinni. Heimili hjónanna er búið fallegum húsgögnum, listaverkum og ljósum.