Við Laxalind í Kópavogi stendur eitt vandaðasta og best hannaða húsið í hverfinu. Það var arkitektinn Björgvin Snæbjörnsson sem hannaði húsið og lét reisa fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína á sínum tíma. Húsið er 307 fm að stærð og var reist árið 2000.
Í sumarbyrjun var húsið auglýst til sölu og var ásett verð 289.000.000 kr. Húsið, sem er tvílyft hlaut hönnunarverðlaun Kópavogs 2004.
Nú hefur húsið verið selt á 279.000.000 kr. Kaupendur hússins eru Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, og Þuríður Dagrún Gunnarsdóttir. Þau keyptu húsið af Björgvin Snæbjörnssyni og Áshildi Bragadóttur.