Bústaður biskups seldur á 360 milljónir

Húsið stendur við Bergstaðastræti 75 í Reykjavík.
Húsið stendur við Bergstaðastræti 75 í Reykjavík.

Embætt­is­bú­staður bisk­ups Íslands við Bergstaðastræti hef­ur verið seld­ur.

Hann var aug­lýst­ur til sölu á dög­un­um en um er að ræða 487 fm ein­býli sem reist var árið 1928. Húsið stend­ur á 912 fm lóð sem er vel ræktuð. Fast­eigna­mat húss­ins er 292.050.000 kr.

Smartland sagði frá því á dögunum að félag Birnu Jennu Jóns­dótt­ur, EVB ehf. hafi fest kaup á húsinu. Birna Jenna er sjálf­stæður fjár­fest­ir sem starfaði áður í ís­lenska banka­kerf­inu.

Félag Birnu Jennu greiddi 360.500.000 kr. fyrir húsið. Kaupin fóru fram 4. september og var húsið afhent sama dag.

Bergstaðastræti 75.
Bergstaðastræti 75. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðuneytið keypti húsið árið 1968

Paul Smith reisti húsið en hann var verk­fræðing­ur sem vegnaði vel í viðskipt­um. Árið 1920 stofnaði hann inn­flutn­ings- og heild­sölu­fyr­ir­tæki í Reykja­vík sem var kennt við hann. Fyr­ir­tækið seldi raf­vör­ur og varð að versl­un­inni Smith og Nor­land 1956. Guðmund­ur Vil­hjálms­son­, for­stjóri Eim­skipa­fé­lags Íslands, bjó í hús­inu um tíma ásamt fjöl­skyldu sinni. 

Dóms- og kirkju­málaráðuneytið keypti húsið árið 1968 og 1994 eignaðist Kirkju­mála­sjóður húsið. Frá 2021 hef­ur það verið í eigu Þjóðkirkj­unn­ar. 

Sr. Agnes Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi bisk­up Íslands, flutti inn í húsið við Bergstaðastræti þegar hún tók við embætti. Hún bjó sjálf á efri hæðinni en neðri hæðin var notuð fyr­ir sam­kom­ur og veislu­höld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda