Viltu verða nágranni Rúriks Gíslasonar?

Rúrik Gíslason uppáklæddur.
Rúrik Gíslason uppáklæddur. Instagram

Leikarinn, dansarinn og fyrrverandi fótboltamaðurinn, Rúrik Gíslason, festi kaup á íbúð við Garðatorg árið 2017. Íbúð hans er rúmlega 100 fm að stærð og hefur að geyma fallegt útsýni. Ef þig dreymir um að lifa eins og kóngur eða lifa eins og Rúrik þá gætir þú látið drauminn rætast því nú er íbúð í húsinu komin á sölu. 

Um er að ræða 107 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2016. Íbúðin er vönduð með örlítið hærri lofthæð en gengur og gerist. Í íbúðinni flæðir stofa og eldhús saman í eitt. Innréttingar úr eik eru í eldhúsinu og þar eru líka innihurðar úr sama efni. 

Horft úr borðstofu inn í eldhús.
Horft úr borðstofu inn í eldhús.

Íbúð sem býður upp á möguleika

Það væri hægt að breyta íbúðinni í höll ef veggir yrðu málaðir, smart barstólar yrðu settir við eyjuna og fallegum húsgögnum yrði komið fyrir. Það mætti gjarnan taka háfinn fyrir ofan eyjuna niður og láta sérsmíða háf í staðinn sem gæfi meiri karakter. Það mætti líka setja Z-brautir meðfram loftinu í stofu og í herbergjum og koma fyrir léttum gluggatjöldum úr hör eða öðru flottu efni. 

Það mætti taka háfinn niður og finna aðra lausn til …
Það mætti taka háfinn niður og finna aðra lausn til að eyða steikingarlykt úr íbúðinni.

Eins og sjá má býður íbúðin upp á möguleika. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Garðatorg 2

Blokkin var reist árið 2016.
Blokkin var reist árið 2016.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda