Fimm einbýlishús til sölu í einu dýrasta hverfi landsins

Samsett mynd

Það gerist alltaf reglulega að stór og flott, vel hönnuð og smart einbýlishús séu auglýst til sölu. Það er hinsvegar óvenjulegt að það séu fimm glæsihús til sölu í sama hverfinu eins og er raunin núna. Um er að ræða glæsihús í Akrahverfinu í Garðabæ sem eiga það sameiginlegt að vera ríkulega búin af öllu því fínasta dýrasta sem fyrirfinnst í efnisvali. 

Hvað veldur þessum óróa í hverfinu? 

Þegar stórt er spurt er fátt um svör annað en að fólk þrái tilbreytingu í líf sitt. Það getur verið ágætis tilbreyting að flytja, taka til garðinum sínum, sortera dót í geymslunni og skipta um umhverfi. Svo er líka hægt að fá leið á sérsmíðuðum innréttingum. Líka þótt þær séu teiknaðar af færustu innanhússarkitektum Íslands. 

Húsið við Stórakur 5 er sérlega glæsilegt.
Húsið við Stórakur 5 er sérlega glæsilegt.

Stórakur 5

Við Stórak­ur 5 í Garðabæ er að finna 386 fm ein­býli sem reist var 2015. Ívar Örn Guðmunds­son arki­tekt teiknaði húsið bæði að inn­an og utan. Eig­end­ur húss­ins eru Hann­es Hilm­ars­son einn af stærstu eig­end­um Atlanta flug­fé­lags­ins og eig­in­kona hans, Guðrún Þrá­ins­dótt­ir. Þau rötuðu í frétt­ir á dög­un­um þegar þau festu kaup á dýr­asta húsi Íslands sem er við Mávanes í Garðabæ. Húsið keyptu þau af Ingu Lind Karls­dótt­ur eig­anda Skot Producti­ons. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Stórakur 5

Góðakur 8.
Góðakur 8.

Góðakur 8

Viðskipta­kon­an Petrea Ingi­leif Guðmunds­dótt­ir hef­ur sett ein­stakt ein­býl­is­hús sitt í Akra­hverf­inu í Garðabæ á sölu. Petrea hef­ur komið víða við í ís­lensku viðskipta­lífi og var um tíma for­stjóri síma­fyr­ir­tæk­is­ins Tal. Hún kom ný inn í stjórn Sýn­ar í vor þegar ný stjórn var kos­in. 

Sig­urður Hall­gríms­son arki­tekt hjá Arkþingi teiknaði húsið og Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt hannaði húsið að inn­an. Fjallað var ít­ar­lega um inn­an­húss­hönn­un húss­ins í bók Rut­ar Kára­dótt­ur Inni sem kom út 2015. Húsið er 361 fm að stærð og var það reist 2011. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Góðakur 8

Votakur 1.
Votakur 1.

Votakur 1

Við Votak­ur í Garðabæ er að finna glæsi­legt 498 fm ein­býl­is­hús á tveim­ur hæðum sem reist var árið 2014. Húsið er fal­lega hannað bæði að inn­an og utan, en það stát­ar meðal ann­ars af bíósal, lík­ams­rækt­ar- og vín­her­bergi.

Auk­in loft­hæð og stór­ir glugg­ar gefa eign­inni mik­inn glæsi­brag. Í stof­unni má sjá fal­leg­an arin sem set­ur svip á rýmið og skap­ar nota­legt and­rúms­loft, en við ar­in­inn stend­ur hinn form­fagri Mammoth-hæg­inda­stóll sem Rune Krøjga­ard og Knut Bendik Hum­levik hönnuðu árið 2011 fyr­ir NORR11.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Votakur 1

Gullakur 9.
Gullakur 9.

Gullakur 9

Við Gullak­ur í Garðabæ er til sölu 375 fm ein­býl­is­hús sem reist var árið 2008. Arki­tekt húss­ins er Valdi­mar Harðar­son hjá ASK Arki­tekt­ar. Alls eru fimm svefn­her­bergi og þrjú baðher­bergi í hús­inu. 

Ásett verð er 375.000.000 krón­ur. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Gullakur 9

Hjálmakur 8.
Hjálmakur 8.

Hjálmakur 8

Guðmund­ur Marteins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bón­us, og eig­in­kona hans, Ingi­björg B. Hall­dórs­dótt­ir, hafa sett glæsi­legt ein­býli sitt við Hjálmak­ur í Garðabæ á sölu. Húsið var reist árið 2008 og teiknað af Sig­urði Hall­gríms­syni arki­tekt, en það var Hall­grím­ur Friðgeirs­son sem sá um inn­an­húss­hönn­un­ina. 

Í maí síðastliðnum var greint frá því á Smartlandi að Guðmund­ur og Ingi­björg hafi fest kaup á sjarmer­andi lúxus­í­búð í Kópa­vogi. Íbúðin er 174 fm að stærð og var hvergi til sparað í hönn­un­inni, en það var Rut Kára­dótt­ir inn­an­hús­arki­tekt sem hannaði hana frá a til ö.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hjálmakur 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda