Kærustuparið Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson hafa fest kaup á húsi saman. Um er að ræða 126,1 fm parhús í 101.
Parið kynntist í leikhúsinu en þau eru búin að vera trúlofuð síðan sumarið 2021 þegar hann fór á skeljarnar í Flatey og bað hennar. Bæði hafa þau verið áberandi í leikhúsinu en hún fór með eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Húsó sem sýnd var á RÚV fyrr á þessu ári og stóð sig með mikilli prýði.
Húsið sem Ebba Katrín og Oddur festu kaup er við eina af leynigötum Reykjavíkur, Haðarstíginn sjálfan. Húsið er á þremur hæðum, með miðhæð, kjallara og risi og afar heillandi.
Þau keyptu húsið af Hrund Teitsdóttur og greiddu fyrir það 111.500.000 kr.
Smartland óskar parinu til hamingju með húsið!