Álfrún og Viktor selja 102 fm íbúð í Vesturbænum

Álfrún Pálsdóttir og Viktor Bjarki Arnarsson.
Álfrún Pálsdóttir og Viktor Bjarki Arnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Hjónin Álfrún Pálsdóttir og Viktor Bjarki Arnarsson hafa sett glæsiíbúð sína við Meistaravelli í Reykjavík á sölu. Álfrún er viðskiptafræðingur og hefur komið víða við í fjölmiðlum en hún var um tíma ritstjóri glanstímaritsins Glamour. Nú síðast starfaði hún hjá Hönnunarmiðstöð sem kynningarstjóri en hefur sagt starfi sínu lausu og mun hefja störf hjá Íslandsstofu í nóvember. Viktor er líka viðskiptafræðingur, fótboltamaður og þjálfari en hjónin bjuggu úti í heimi um tíma þar sem hann var atvinnumaður í fótbolta. 

Álfrún og Viktor festu kaup á íbúðinni árið 2016 og hafa búið þar síðan. Íbúðin er staðsett í blokk sem reist var 1965 og er 102fm að stærð. Íbúðin er fjögurra herbergja og er á annarri hæð. 

Opið eldhús inn í stofu

Eldhúsið er opið inn í stofuna og er dökkbrún innrétting í eldhúsinu með granítborðplötum. Veggirnir í eldhúsinu eru með kalkáferð sem gefur hlýju og svip. Stofan hefur að geyma hlýleg húsgögn, ljósan sófa, String-hillur, viðarborð, svan og PH-ljós. 

Fallegur heildarsvipur er á íbúðinni og hver hlutur á sinn stað. 

Af fasteignavef mbl.is: Meistaravellir 13

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda