Inga Lind keypti þakíbúð með útsýni

Inga Lind Karlsdóttir hefur fest kaup á þakíbúð við Laugaveg.
Inga Lind Karlsdóttir hefur fest kaup á þakíbúð við Laugaveg. Samsett mynd

Fjölmiðlakonan og framleiðandinn, Inga Lind Karlsdóttir, hefur fest kaup á 236 fm þakíbúð í Reykjavík. Íbúðin er við Laugaveg og er á svokölluðum Heklureit. Inga Lind hefur staðið í miklum fasteignakaupum þetta árið en í vor seldi hún einbýlishús sitt við Mávanes í Garðabæ og reyndist húsið vera dýrasta einbýlishús sem selt hefur verið hérlendis. Húsið seldi hún á 850.000.000 kr. 

Í framhaldinu keypti hún lítið krútthús í 101. 

Inga Lind fann ástina á dögunum í örmum gamals skólabróður og vinar, Sigurðar Viðarssonar athafnmanns. Þau eru jafngömul og hafa þekkst síðan í sex ára bekk. 

Húsið er á Heklureitnum og er í byggingu. Áætlað er …
Húsið er á Heklureitnum og er í byggingu. Áætlað er að hægt verði að flytja inn næsta haust. Tölvumynd/ONNO ehf.

Þakíbúð með útsýni

Íbúðin sem Inga Lind keypti er í húsi sem er enn þá í byggingu. Aðeins lítill hluti af íbúðunum er kominn á sölu. Hátt er til lofts í íbúðinni eða 3,4 m og er sérstakur hljóðdúkur í alrýminu. Áætlað er að íbúðin verði tilbúin næsta haust eða eftir um það bil ár. 

Hafstudio og Studio Homestead koma að hönnun innréttinga og eru þær sérsmíðaðar af ítalska fyrirtækinu Cubo Design úr Miton-línunni þeirra. Kaupendur hafa tækifæri til að velja mismunandi liti og áferðir fyrir innréttingar sem og flísar á baðherbergi, komi þeir tímanlega að borði. 

Íbúðinni fylgja 96 fm þaksvalir.
Íbúðinni fylgja 96 fm þaksvalir. Tölvumynd/ONNO ehf.

„Íbúðirnar á efri hæðum, hafa einstakt útsýni til fjalla og yfir borgina. Húsið er klætt með mismunandi litaðri álklæðningu ásamt Bambus sem gefur því lifandi yfirbragð og þarfnast lítils viðhalds. Miðlæg staðsetning tryggir gott aðgengi að helstu umferðaræðum sem sparar tíma og peninga. Örstutt er í helstu stofnbrautir eins og Sæbraut, Kringlumýrabraut og Miklubraut,“ segir í auglýsingu á fasteignavef mbl.is. 

Íbúðin er teiknuð með tveimur herbergjum sem hafa sér baðherbergi. Hjónasvítan er með stóru baðherbergi með tvöfaldri sturtu, frístandandi baðkari og sér útgangi út að þakgarði íbúðarinnar. Gert er ráð fyrir heitum potti í þakgarðinum sem er 96,9 fm og arni í stofunni. Íbúðinni fylgja tvö einkabílastæði í bílakjallara. 

Húsið er fallega hannað og minnir töluvert á útlönd.
Húsið er fallega hannað og minnir töluvert á útlönd. Tölvumynd/ONNO ehf.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Laugavegur 168

Smartland óskar Ingu Lind til hamingju með íbúðina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda