Herragarður Gerðar seldur á 270 milljónir

Húsið við Breiðahvarf 2 var reist 2009.
Húsið við Breiðahvarf 2 var reist 2009.

Gerður G. Óskars­dótt­ir, doktor í mennt­un­ar­fræðum, setti höll sína við Breiðahvarf í Kópavogi á sölu fyrr á þessu ári. Um er að ræða 274 fm ein­býli sem reist var 2009. Húsið stend­ur á skjól­sæl­um stað í hverf­inu. Nú hefur húsið verið selt. 

Húsið er listi­lega inn­réttað eins og herrag­arður í heitu landi. Hér er ekki verið að elt­ast við tísku­strauma augna­bliks­ins. Eng­ir brass-vask­ar og eng­ar bæsaðar inn­rétt­ing­ar held­ur vandaðar sí­gild­ar inn­rétt­ing­ar með fuln­inga­h­urðum sem þola öll tísku­tíma­bil.

Á gólf­un­um er vel lakkað fiski­beinap­ar­ket, pers­nesk­ar mott­ur, vold­ug glugga­tjöld og vönduð hús­gögn í bland við lista­verk og skraut­muni. Nostrað er við hvert smá­atriði.

Heim­ur Gerðar er sann­kallaður æv­in­týra­heim­ur þar sem hver hlut­ur er á sín­um stað og er hlut­um raðað upp á ein­stak­an hátt. Dúkað hring­laga borð gef­ur tón­inn og sóm­ir sér vel í and­dyri húss­ins. Í hús­inu eru fjög­ur svefn­her­bergi og tvö baðher­bergi og bíl­skúr.

Húsið er á tveim­ur hæðum og er lóðin í kring­um húsið gró­in og vel ræktuð.

Breiðabyggð keypti

Félagið Breiðabyggð ehf. er kaupandi hússins og eru forráðamenn þess Sigurjón Gunnsteinsson og Sigurður Ragnarsson. Félagið greiddi 270.000.000 kr. fyrir húsið. Það verður afhent 1. janúar 2025.

Smartland óskar Gerði til hamingju með söluna! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda