Kastali Quang Le kominn á sölu

Herkastali Quang Le er kominn á sölu.
Herkastali Quang Le er kominn á sölu. Samsett mynd

Herkastalinn við Kirkjustræti 2 í Reykjavík var töluvert í fréttum á árinu eftir að svokallað Wok On mál leit dagsins ljós. Viðskiptamaðurinn Quang Le festi kaup á húsinu 25. janúar 2022 í gegnum félagið NQ fasteignir ehf. 

Nú er fasteignin komin á sölu. 

Um er að ræða 1405,4 fm fasteign sem teiknuð var af Einari Erlendssyni og reist 1916. Húsið skiptist í kjallara, þrjár hæðir og rishæð. Húsið er skráð sem gistihús í þjóðskrá.. 

Í dag er að finna 54 herbergi í húsinu. 

Fasteignamat hússins er 545.900.000 kr. en óskað er eftir tilboðum í húsið. 

Í september sagði Quang Le í viðtali við mbl.is að hann væri að vinna að því að opna Herkastalann og sagði að félagið NQ fasteignir ehf. væri ekki farið í þrot en fasteignin var kyrrsett þegar Wok On málið kom upp. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Kirkjustræti 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda