Kastali Quang Le kominn á sölu

Herkastali Quang Le er kominn á sölu.
Herkastali Quang Le er kominn á sölu. Samsett mynd

Herkastalinn við Kirkjustræti 2 í Reykjavík var töluvert í fréttum á árinu eftir að svokallað Wok On mál leit dagsins ljós. Viðskiptamaðurinn Quang Le festi kaup á húsinu 25. janúar 2022 í gegnum félagið NQ fasteignir ehf. 

Nú er fasteignin komin á sölu. 

Um er að ræða 1405,4 fm fasteign sem teiknuð var af Einari Erlendssyni og reist 1916. Húsið skiptist í kjallara, þrjár hæðir og rishæð. Húsið er skráð sem gistihús í þjóðskrá.. 

Í dag er að finna 54 herbergi í húsinu. 

Fasteignamat hússins er 545.900.000 kr. en óskað er eftir tilboðum í húsið. 

Í september sagði Quang Le í viðtali við mbl.is að hann væri að vinna að því að opna Herkastalann og sagði að félagið NQ fasteignir ehf. væri ekki farið í þrot en fasteignin var kyrrsett þegar Wok On málið kom upp. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Kirkjustræti 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda