Jón og Runólfur keyptu 435 milljóna hús í miðbænum

Einbýlishús við Suðurgötu 26 var ekki lengi á sölu.
Einbýlishús við Suðurgötu 26 var ekki lengi á sölu.

Ríkissjóður Íslands auglýsti fasteign sína við Suðurgötu 26 til sölu á dögunum. Húsið er oft nefnt Skólabær og er 406,7 fm að stærð. Húsið var reist 1928 og þykir setja svip sinn á miðbæ Reykjavíkur. Ásett verð var 465.000.000 kr.

Í rauninni var um tvær fasteignir að ræða því gamli Skólabær stendur á lóðinni og þarfnast það hús allsherjarendurnýjunar og er ytra byrði þess friðað. Það hús var reist 1867 og er um 110 fm að stærð.

Húsið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og Hjálmari Sveinssyni. Nú hefur það verið selt.

Kaupendur eru hjónin Jón Aðalbjörn Jónsson og Runólfur Vigfús Jóhannsson. Þeir reka félögin Esko og Burð svo einhver félög séu nefnd. Þeir greiddu 435.000.000 kr. fyrir húsið.

Smartland óskar Jóni og Runólfi til hamingju með húsið! 

Bogadreginn gluggi setur svip sinn á húsið.
Bogadreginn gluggi setur svip sinn á húsið.
Í húsinu er að finna fallegt handverk eins og þetta …
Í húsinu er að finna fallegt handverk eins og þetta handrið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda