Sturluð efri sérhæð við Flókagötu

Endalaus birta einkennir íbúðina.
Endalaus birta einkennir íbúðina. Samsett mynd

Við Flókagötu í Reykjavík er heillandi og stílhrein efri sérhæð til sölu. Íbúðin er staðsett í eftirsóknarverðu og rótgrónu hverfi í nágrenni við Kjarvalsstaði og Ísaksskóla. Eignin er 149,7 fm og þar af er íbúðin 133,7 fm, geymsla á jarðhæð er 5,6 fm og rúmgott sérþvottahús eignarinnar er 10,4 fm. Sérbílastæði er hægra megin við húsið sem rúmar tvo bíla.

Gegnheilt eikarparket, sem var endurslípað og olíuborið 2021, er á allri íbúðinni. Alrýmið er stórt og bjart með dásamlegum bogadregnum gluggum sem gefa íbúðinni einstakan svip. Svalir fylgja íbúðinni sem snúa í suður og út í gróinn og skjólsælan garð. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og eitt baðherbergi.

Borðstofa er samliggjandi með stofu sem býr til góða stemningu. Í eldhúsinu er hvít Multiform-eldhúsinnrétting með eyju sem var endursprautuð árið 2023. Smeg-gaseldavél og granítborðplötur eru í eldhúsi. Hjónaherbergið er mjög rúmgott með miklu skápaplássi. Á baðherbergi eru flísar á veggjum, baðkar og sturta. Blöndunartækin eru frá Vola.

Á ganginum eru sérsmíðaðar eikarhillur ásamt rúmgóðum fataskáp.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Flókagata 56

Íbúðin er stílhrein og bogadregnu gluggarnir í stofunni gera mikið.
Íbúðin er stílhrein og bogadregnu gluggarnir í stofunni gera mikið.
Útgengt er á suðursvalir frá borðstofu og eldhúsi.
Útgengt er á suðursvalir frá borðstofu og eldhúsi.
Eldhúsinnréttingin er með granítborðplötum og SMEG-eldavél.
Eldhúsinnréttingin er með granítborðplötum og SMEG-eldavél.
Sérsmíðaðar hillur á ganginum.
Sérsmíðaðar hillur á ganginum.
Stofan er björt og falleg.
Stofan er björt og falleg.
Baðkar er í íbúðinni sem heillar marga.
Baðkar er í íbúðinni sem heillar marga.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðu skápaplássi.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðu skápaplássi.
Fólki ætti að líða vel í þessari birtu.
Fólki ætti að líða vel í þessari birtu.
Svalirnar snúa í suður og út í skjólsælan garð.
Svalirnar snúa í suður og út í skjólsælan garð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda