Einbýli eftir Guðna Pálsson vekur athygli

Húsið við Álfatún var hannað af Guðna Pálssyni.
Húsið við Álfatún var hannað af Guðna Pálssyni. Samsett mynd

Við Álfatún 4 í Kópavogi er að finna einstakt einbýlishús sem reist var 1982. Húsið er 281 fm að stærð og er teiknað af Guðna Pálssyni arkitekt. Húsið er á tveimur hæðum og er alveg við Fossvogsdalinn. Garðurinn í kringum húsið er eins og listaverk, vel snyrtur og skipulagður.

Stofa og eldhús eru í sama rými. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Úr rýminu er útsýni út á Fossvogdalinn. Fallegar innréttingar prýða eldhúsið og eru þær bæði úr eik og líka hvítar sprautulakkaðar. Nýlegt parket er á gólfum í þessu rými.

Í húsinu eru nokkur baðherbergi og á einu þeirra er risastór sturta sem er hringlaga. Hún er flísalögð og afar hugguleg.

Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef mbl.is: Álfatún 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda