Heillandi 120 milljóna sumarhús með saunu og 300 fm verönd

Við Hallkelshóla í Grímsnesinu er að finna einstakt 155 fm sumarhús sem reist var 2008. Húsið er stórt og myndarlegt, með fallegu útsýni og tveimur veröndum í garðinum. 

Á efri pallinum er rafmagnsheitapottur, kaldur pottur, infrarauð saunatunna og grillskýli. Á neðri pallinum er hlaðið eldstæði. Á veröndinni er lýsing og útihátalarar sem er sérlega eftirsótt ef fólk vill gera sér glaðan dag á björtu sumarkvöldi. Veröndin er töluvert stærri en húsið sjálft eða 300 fm að stærð.

„Komið er inn í stórt anddyri þar sem er skápaveggur, útgengi út á verönd um rennihurð. Stofa og eldhús er opið í eitt, þar er upptekið panilklætt loft. Gólfsíðir gluggar og rennihurð út á verönd. Arinn er í stofu. Grá/brún eldhúsinnrétting með granítborðplötu er í eldhúsinu. Þrjú svefnherbergi. Baðherbergi með flísalögðum sturtuklefa, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, upphengt salerni. Á baðinu er innrétting með granítborðplötu. Útgengt er á verönd úr baðherbergi. Náttúruflísar eru á öllum gólfum með gólfhita með nýju hitastýringakerfi. Allar innréttingar eru frá Agli Árnasyni. Nýjar hvítar innihurðir. Húsið hefur nýlega verið málað bæði að utan og innan,“ segir í auglýsingu á fasteignavef mbl.is. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hallkelshólar lóð 119

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda