Útsýnishús á besta stað á Seltjarnarnesi

Við Sæbraut 7 á Seltjarnarnesi er að finna 303 fm einbýlishús sem reist var 1968. Húsið er teiknað af Guðmundi Kr. Kristinssyni arkitekt. Húsið stendur á einstökum stað alveg við sjóinn og hefur að geyma óhindrað útsýni út á haf. 

Húsið er á tveimur hæðum. 

„Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi. Góður fataskápur er í anddyri. Inn af anddyri er gestasnyrting. Úr anddyrinu er svo gengið inní stofu. Borðstofan, stofan og sjónvarpsstofan er eitt rými með parketi á gólfi. Rennihurð er úr stofunni útá verönd. Við borðstofuna er rúmgott eldhús. Flísar eru á gólfi í eldhús og steinn á borðum. Eldhús er snyrtilegt og var endurnýjað fyrir nokkrum árum.  Svefnherbergisgangur er með parketi á gólfi. Góð rennihurð er út á verönd frá ganginum. Svefnherbergin eru með parketi á gólfi. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Góð innrétting er á baðherbergi og sturta. Frá svefnherbergisgangi er gengið niður á neðri hæðina. Parket er á flestum rýmum á neðri hæðinni. Flísar á geymslum og þvottahúsi. Möguleiki er að gera auka íbúð á neðri hæðinni. Garðurinn við húsið er snyrtilegur og í góðri rækt. Flísalögð verönd er við húsið og lítil sundlaug. Köld geymsla er undir veröndinni. Bílskúr er  með rafmagni og hita,“ segir á fasteignavef mbl.is. 

Eigendur hússins eru Jónína Björg Jónasdóttir og Steinn Jónsson. 

Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef mbl.is: Sæbraut 7 og Sæbraut 7

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda