Bjartsýni landsmanna eykst með hækkandi sól

Svala Haraldsdóttir fasteignasali hjá Ási fasteignasölu.
Svala Haraldsdóttir fasteignasali hjá Ási fasteignasölu. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason

Svala Haraldsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir síðustu daga á fasteignamarkaðnum hafa verið ansi líflega. „Eins og bjartsýni landsmanna aukist með hækkandi sól.“

Markaðurinn varð rólegur í febrúar eftir líflega byrjun í janúar, aftur á móti tók hann kipp í mars og apríl sem hefur haldið áfram síðustu daga.

Spurð um áhrif 0,93% hækkunar verðbólgu frá mars til apríl segir Svala það hafa haft áhrif en ekki í eins miklum mæli og ætla mætti.

„Þó að við finnum fyrir því að fyrstu kaupendur sem ekki falla undir hlutdeildarlánaskilyrðin haldi meira að sér höndum.“

Nokkrar andstæður er að finna í vinsælustu íbúðunum um þessar mundir, en Svala segir fasteignasala finna fyrir að ódýrar tveggja herbergja íbúðir fari hratt og að sama skapi einbýlishúsin, sem seljist vel um þessar mundir.

Eru einhver hverfi vinsælli en önnur?

„Ef ég tala fyrir okkur hérna á Ási fasteignasölu þá eru það Hamranesið, Norðurbærinn, Setbergshverfið og Áslandshverfið [í Hafnarfirði] sem eru mjög vinsæl hverfi, auk þess sem miðbærinn er alltaf vinsæll og þá sér í lagi Norðurbakkinn og Skipalónið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda