237 milljóna lúxushús við Lambasel

Mikið hefur verið lagt í húsið að innan og utan.
Mikið hefur verið lagt í húsið að innan og utan.

Við Lambasel í Reykjavík stendur glæsilegt hús sem nú er til sölu. Húsið er á þremur pöllum með glæsilegum garði, heitum potti og nægu plássi til að slaka á þegar sólin skín. 

Skráð stærð hússins er 238,6 fm, íbúðarrými 210,3 fm og bílskúr 28,3 fm. Til viðbótar eru um 70 fm á neðsta palli sem eru óskráðir. Það má því segja að húsið sé um 308 fm að stærð. 

Eignin skipist í anddyri og hol, stofu, eldhús, borðstofu í alrými, þrjú svefnherbergi og þar af er glæsileg hjónasvíta, setustofu, þrjú baðherbergi, gestasalerni og þvottahús. Í kjallara er um 70 fm svíta með baðherbergi. Með litlum breytingum gæti hún nýst sem íbúð með sér inngangi. 

Aukin lofthæð er í öllum rýmum og hiti í öllum gólfum. Eldhústækin eru frá Miele, sérsmíðaðar innréttingar og steinn á borðum í eldhúsi og baðherbergjum. Einstakt útsýni yfir borgina er frá húsinu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Lambasel 5

Eldhúsið er í opnu rými þar sem er hátt til …
Eldhúsið er í opnu rými þar sem er hátt til lofts.
Birta flæðir um húsið.
Birta flæðir um húsið.
Heillandi kósírými.
Heillandi kósírými.
Baðherbergin eru stílhrein og snyrtileg.
Baðherbergin eru stílhrein og snyrtileg.
Stór baðherbergi og mikill lúxus.
Stór baðherbergi og mikill lúxus.
Það má njóta sín í sólinni á pallinum á góðviðrisdögum.
Það má njóta sín í sólinni á pallinum á góðviðrisdögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda