Við Lambasel í Reykjavík stendur glæsilegt hús sem nú er til sölu. Húsið er á þremur pöllum með glæsilegum garði, heitum potti og nægu plássi til að slaka á þegar sólin skín.
Skráð stærð hússins er 238,6 fm, íbúðarrými 210,3 fm og bílskúr 28,3 fm. Til viðbótar eru um 70 fm á neðsta palli sem eru óskráðir. Það má því segja að húsið sé um 308 fm að stærð.
Eignin skipist í anddyri og hol, stofu, eldhús, borðstofu í alrými, þrjú svefnherbergi og þar af er glæsileg hjónasvíta, setustofu, þrjú baðherbergi, gestasalerni og þvottahús. Í kjallara er um 70 fm svíta með baðherbergi. Með litlum breytingum gæti hún nýst sem íbúð með sér inngangi.
Aukin lofthæð er í öllum rýmum og hiti í öllum gólfum. Eldhústækin eru frá Miele, sérsmíðaðar innréttingar og steinn á borðum í eldhúsi og baðherbergjum. Einstakt útsýni yfir borgina er frá húsinu.