Arnór Guðjohnsen fyrrverandi fótboltamaður og Anna Borg settu raðhús sitt í Fossvogi á sölu á dögunum. Húsið, sem er við Hulduland í Fossvogi, seldist hratt og örugglega enda húsin í hverfinu eftirsótt. Um er að ræða 206,3 fm endaraðhús sem reist var 1968. Húsið er á pöllum eins og flest húsin í hverfinu.
Anór og Anna Borg settu húsið á sölu því þau ákváðu að fara hvort í sína áttina. Ásett varð var 169.000.000 kr. en húsið var svo eftirsótt að það fór á töluvert hærra verði eða á 174.000.000 kr.
Kaupendur eru Ólafur Andri Þórarinsson og Halla Björk Ásgeirsdóttir.
Smartland óskar þeim til hamingju með húsið!