Birna María G. Baarregaard og Burkni J. Óskarsson, eigendur Gallerí Kontor, hafa sett sitt fallega einbýlishús á sölu. Um er að ræða 144 fm einbýli sem reist var 1957. Húsið stendur á 636 fm hornlóð sem er á góðum stað við Skipasund. Gróinn garður er í kringum húsið.
Heimili Birnu og Burkna er fallega innréttað og spila þar listavert stórt hlutverk. Þar eru verk eftir foreldra Burkna, Jón Óskar og Huldu Hákon, sem setja einstakan svip á heimilið.
Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með tanga og er sér borðkrókur í eldhúsinu. Húsið er byggt í þeim stíl þegar andaði á milli herbergja án þess að allt væri opið upp á gátt. Eins og sést á ljósmyndunum á fasteignavef mbl.is hefur tekist vel til í að útbúa fagurt heimili.