Birna og Burkni selja 144 fm einbýli

Birna María G. Baarregaard og Burkni J. Óskarsson.
Birna María G. Baarregaard og Burkni J. Óskarsson.

Birna María G. Baarregaard og Burkni J. Óskarsson, eigendur Gallerí Kontor, hafa sett sitt fallega einbýlishús á sölu. Um er að ræða 144 fm einbýli sem reist var 1957. Húsið stendur á 636 fm hornlóð sem er á góðum stað við Skipasund. Gróinn garður er í kringum húsið. 

Heimili Birnu og Burkna er fallega innréttað og spila þar listavert stórt hlutverk. Þar eru verk eftir foreldra Burkna, Jón Óskar og Huldu Hákon, sem setja einstakan svip á heimilið. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með tanga og er sér borðkrókur í eldhúsinu. Húsið er byggt í þeim stíl þegar andaði á milli herbergja án þess að allt væri opið upp á gátt. Eins og sést á ljósmyndunum á fasteignavef mbl.is hefur tekist vel til í að útbúa fagurt heimili. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Skipasund 58

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda