„Við hjónin erum hálfgerðir viðvaningar og nýgræðingar í þessu“

Ástríður Viðarsdóttir.
Ástríður Viðarsdóttir. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Ástríður Viðarsdóttir sérfræðingur í markaðsmálum hjá tryggingafélaginu Vís og Arnar Geir Guðmundsson flugstjóri hjá Icelandair búa í fallegu raðhús í Fossvoginum. Á dögunum ákváðu þau að gera garðinn ennþá betri og fengu sér garðhýsi sem hægt er að nota allan ársins hring. Ástríður segir að þau séu nýgræðingar í garðlistinni en fái ríkulega hjálp frá tengdamóður hennar sem býr í næstu götu.

Ástríður Viðarsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum hjá tryggingafélaginu Vís, og Arnar Geir Guðmundsson, flugstjóri hjá Icelandair, búa í fallegu raðhúsi í Fossvoginum. Á dögunum ákváðu þau að gera garðinn ennþá betri og fengu sér garðhýsi sem hægt er að nota allan ársins hring. Ástríður segir að þau séu nýgræðingar í garðlistinni en fái ríkulega hjálp frá tengdamóður hennar sem býr í næstu götu.

Ástríður er mikil stemningskona og þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði var hún búin að baka sítrónuostaköku í lemon tart-stíl og kæla búbblur. Uppskriftina að kökunni fékk hún hjá annarri Fossvogsfrú sem býr skammt frá Ástríði.

Garðhúsið er 15 fm að stærð og nýtist fjölskyldunni allan …
Garðhúsið er 15 fm að stærð og nýtist fjölskyldunni allan ársins hring. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Hvað eruð þið búin að búa lengi í Fossvoginum?

„Við bjuggum fyrst í Hulduland í nokkur ár en fluttum svo í Kópavog í tvö ár. Fundum síðan hús í Fossvoginum sem við búum í núna en það er rúmgott og bjart með stórum garði,“ segir Ástríður. Það fer vel um hana og eiginmanninn, dæturnar tvær og hundinn.

Fossvogurinn er þekktur fyrir veðursæld sína. Spáðir þú eitthvað í það þegar þið keyptuð húsið?

„Já, algjörlega, ég myndi segja að það lengi sumarið að búa svona í dalnum. Ég mun líklega aldrei flytja í annað hverfi.“

Hvernig var garðurinn þegar þið keyptuð húsið? Þurfti að gera mikið fyrir hann?

„Garðinum hafði verið vel sinnt af fyrri eigendum. Við höfum aðeins breytt skipulaginu á pallinum og bætt við heitum potti.“

Ástríður fær góð garðyrkjuráð frá tengdamóður sinni sem býr í …
Ástríður fær góð garðyrkjuráð frá tengdamóður sinni sem býr í næstu götu. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Ert þú með græna fingur?

„Get nú ekki sagt það, við hjónin erum hálfgerðir viðvaningar og nýgræðingar í þessu en þetta er nærandi vinna sem veitir okkur mikla gleði. Hins vegar býr tengdamóðir mín í næstu götu. Hún er með græna fingur og er með mjög fallegan garð og hefur gefið okkur góð ráð,“ segir Ástríður.

Hvað hefur þú lært af því að eiga garð?

„Ég er alin upp í húsi með yndislegum garði og veit hvað það er sem fallegur garður gefur manni. Ég vissi hins vegar ekki hvað gras vex hratt og þar af leiðandi hversu oft þarf að slá,“ segir hún og hlær.

Bjórkælirinn er gargandi snilld að mati Ástríðar og heldur fimmtán …
Bjórkælirinn er gargandi snilld að mati Ástríðar og heldur fimmtán drykkjum köldum. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

15 fm garðhýsi breytir stemningunni

Hvað um garðhúsið, segðu mér söguna af því?

„Garðhúsið er 15 fm að stærð, það heitir Seralux og var keypt í Lágafellsverslun í Mosó. Við byrjuðum á því að panta hýsið og höfðum þá nokkrar vikur til að jarðvegsskipta og steypa plötu undir húsið svo allt var klárt þegar við fengum það afhent. Við settum gólfhitarör í plötuna sem á reyndar eftir að tengja við húsið, planið er að hýsið sé upphitað allt árið,“ segir hún.

Hvers vegna fenguð þið ykkur það og í hvað notið þið garðhýsið?

„Garðhýsið eykur notagildi garðsins. Oft er notalegt að vera inni í húsinu þegar það er kannski aðeins of kalt til að sitja á pallinum, mjög sniðugt á Íslandi. Við skiptum húsinu þannig upp að við erum með ræktun öðrum megin þar sem við erum aðallega með kryddjurtir, grænmeti og ber en stóla og borð á hinum helmingnum. Við sitjum oft í hýsinu og drekkum kaffi með gestum og ég hendi í vöfflur. Einnig hafa stelpurnar okkar gaman af því að bjóða vinkonum sínum að spila og spjalla í hýsinu.“

Það er þó ekki bara verið að baka vöfflur og borða þær í garðhýsinu því húsbóndinn á heimilinu hefur komið fyrir bjórkæli í grasinu. Einhver myndi segja að þetta væri það sem alla vantar sárlega. Hver er sagan á bak við bjórkælinn?

„Þessi bjórkælir er gargandi snilld. Hann er kallaður hylurinn í garðinum. Hann kemur frá Ísröri í Hafnarfirði og er grafinn beint ofan í jörðina vel niður fyrir frostlínu. Hann tekur 15 drykki í heildina og heldur þeim köldum árið um kring,“ segir Ástríður og hlær.

Uppskrift að sítrónuostakökunni

Sítrónufylling

  • 4 bollar rjómaostur
  • 1¼ tsk vanilludropar
  • 1½ sykur
  • 3 egg
  • 1 eggjarauða
  • 2/3 bolli sýrður rjómi
  • ¼ bolli rjómi
  • ¾ bolli sítrónusafi

Kaka

  • 3 bollar mulið kex (til dæmis Lu-kex)
  • ½ tsk. salt
  • 11 matskeiðar ósaltað smjör
  • 6 msk. ljós púðursykur

Sykurpúðakrem

  • 1 bolli sykur
  • ½ vatn
  • 3 eggjahvítur
  • 1/8 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 1/8 salt
  • 1 tsk vanilludropar

Undirbúðu kökuna

Hitaðu ofninn í 160°C. Brúnaðu smjör í litlum potti. Settu öll innihaldsefni kökubotnsins í skál og blandaðu vel saman. Þrýstu niður í kökuformið og bakaðu í fimm mínútur. Kældu alveg.

Undirbúðu fyllinguna

  1. Hrærðu saman sýrða rjómanum og rjómanum í litla skál.
  2. Hrærðu rjómaostinn í hrærivél þar til hann er silkimjúkur og rjómakenndur. Bættu vanilludropum við. Bættu sykrinum við og hrærðu þar til blandan er glansandi.
  3. Bættu einu og einu eggi saman við og eggjarauðu. Bættu sýrðu rjómablöndunni saman við.
  4. Lækkaðu hraðann á hrærivélinni og bættu sítrónusafanum hægt saman við.
  5. Helltu blöndunni yfir kælda kökubotninn.
  6. Bakaðu í 1 klst og 40 mínútur. Kældu alveg, settu plastfilmu yfir og settu í ísskáp í 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Sykurpúðakrem

  1. Blandaðu sykri og vatni í lítinn pott og náðu upp suðu.
  2. Hrærðu saman eggjahvítu og vínsteinslyftidufti í hrærivél.
  3. Helltu sykurblöndunni hægt út í. Hrærðu þar til blandan er stíf, glansandi og kaldari, í kringum 7 mínútur.
  4. Að lokum skaltu smyrja kældu ostakökuna með sykurpúðakreminu.
Sítrónuostakakan sem Ástríður bauð upp á.
Sítrónuostakakan sem Ástríður bauð upp á. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda