Keypti fyrst Exit-jeppa svo þakíbúð Björgólfs Thors

Magnús Sverrir Þorsteinsson hefur fest kaup á einstakri íbúð með …
Magnús Sverrir Þorsteinsson hefur fest kaup á einstakri íbúð með útsýni út á sjó. Samsett mynd

Auðmaðurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson, forstjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, rífur upp veskið trekk í trekk þessa dagana. Í fyrra festi hann kaup á rándýrum Exit-jeppa og nú hefur hann fest kaup á íbúð sem var áður í eigu Novator F11 ehf., sem er félag í eigu auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar. 

Íbúðin sem Magnús keypti er 198,9 fm að stærð og er við Bryggjugötu 4 í Reykjavík. Félag Björgólfs Thors festi kaup á íbúðinni 15. maí 2022 og var Selma Ágústsdóttir innanhússhönnuður fengin til að gera íbúðina framúrskarandi. Íbúðirnar í þessum húsum við Bryggjugötu voru þó seldar þannig að fólk þyrfti ekki að gera neitt nema koma með rúmið sitt og kannski nokkur húsgögn. Einn lampa kannski og nokkur málverk.

Hér má sjá stofuna eins og hún birtist í fasteignaauglýsingu …
Hér má sjá stofuna eins og hún birtist í fasteignaauglýsingu á mbl.is. Fegurðin leynir sér ekki.

Vantar bara auðmannagleraugu

En Selma umbylti íbúðinni svo úr varð eitthvað ævitýri sem er sjaldséð hérlendis. Það gerði hún með því að klæða veggina með sérstökum og sérsmíðuðum plötum sem settar voru á veggina með innbyggðum hillum og öllu því sem auðmenn þrá að hafa fyrir augunum. 

Fyrirhugað fasteignamat íbúðarinnar fyrir 2026 er 318.200.000 kr.

Magnús er þó ekki formlega fluttur í þessa auðmannaíbúð og ekki búinn að flytja lögheimili sitt til Reykjavíkur því hann er skráður til heimilis í 230 Reykjanesbæ. Nú myndi einhver segja að það væri bara eitt sem Magnús vantaði í líf sitt og það væru auðmannagleraugu, eins og Komið gott-guggurnar kalla skyggð sjóngleraugu með styrk. En kannski er hann Magnús ekki kominn þangað enda rétt skriðinn yfir fertugt. 

Smartland óskar Magnúsi til hamingju með íbúðina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda