Brynhildur og Matthías Tryggvi selja Kópavogsslotið

Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð sína …
Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð sína við Álfatún á sölu. Ljósmynd/Mummi Lú

Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett einstaklega fjölskylduvæna íbúð sína við Álfatún í Kópavogi á sölu. Um er að ræða 135 fm íbúð sem er á jarðhæð í húsi sem reist var 1984. 

Brynhildur er sviðslistakona, tónlistarkona, dagskrárgerðarmaður, danshöfundur og skáld og hann er dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. Hann varð heimsfrægur á Íslandi þegar hann fór í Eurovision með lagið Harið mun sigra með hljómsveitinni Hatara. 

Heimili fjölskyldunnar er fallega innréttað. Í stofunni eru hansa-hillur, píanó og sófaborð úr tekki. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting og léttar hillur á veggnum. Engir íþyngjandi efri skápar. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Álfatún 12

Hansahillur skapa stemningu í stofunni.
Hansahillur skapa stemningu í stofunni. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Blár sófi prýðir stofuna og fer vel við mottuna.
Blár sófi prýðir stofuna og fer vel við mottuna. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Úr stofunni er opið beint út í garð.
Úr stofunni er opið beint út í garð. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í stofuna.
Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í stofuna. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda