Blokkaríbúð Höllu Hrundar seld á toppverði

Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund Logadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hefur selt íbúð sína í Fossvogi. Um er að ræða 90 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1973. Halla Hrund festi kaup á íbúðinni ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Frey Kristjánssyni, í apríl 2021. 

Þau settu íbúðina á sölu á vordögum vegna fyrirhugaðra flutninga í annað hverfi. Blokkaríbúðin var töluvert til umræðu í kosningabaráttu Höllu Hrundar en talið var að fólkið í landinu tengdi betur við hana ef það vissi að hún byggi í blokk. Ekki í rjómatertuhúsi í Arnarnesinu. 

Nú er þessi fallega blokkaríbúð seld. Kaupendur eru Íris Dögg Björnsdóttir og Egill Már Halldórsson. Þau greiddu 99.400.000 kr. fyrir íbúðina. 

Smartland óskar Höllu Hrund og Kristjáni til hamingju með söluna! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda