Seldu penthouse-íbúðina á himinháu verði

Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda.
Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Casta­neda.

Árni Páll Árnason, eða Herra hnetusmjör eins og hann kallar sig, og hans fagra sambýliskona, Sara Linneth Lovísudóttir Castaneda hafa selt penthouse-íbúð sína í Kópavogi. Um er að ræða 168 fm íbúð á efstu hæð í blokk við Hafnarbraut í Kópavogi. Blokkin sjálf var reist 2024. 

Herra hnetusmjör rappaði um íbúðina í laginu Elli Eg­ils og er þá að vísa í heita pott­inn á svöl­un­um íbúðar­inn­ar sem þykir heil­mik­ill lúx­us. Á svöl­un­um er þó ekki bara heit­ur pott­ur held­ur líka saunu-klefi.

Heim­ili Árna Páls og Söru er smekk­lega inn­réttað með fal­leg­um hús­mun­um, skrauti og lista­verk­um. Og að sjálf­sögðu er verk eft­ir Ella Eg­ils á besta stað í stofu.

„Ég set búnt á skenk­inn, Elli Eg­ils á vegg­inn,“ seg­ir í lag­inu.

Nú hefur íbúðin verið seld. Kaupendur eru Jakob Ágústsson og Priyanka Thapa. Þau greiddu 157.000.000 kr. fyrir íbúðina og fylgdu gluggatjöld með í kaupunum. 

Húsið var reist 2009.
Húsið var reist 2009.

Ekki búið að þinglýsa kaupunum

Árni Páll og Sara hafa fest kaup á einbýlishúsi í Kópavogi, ef marka má kaupsamning á íbúðinni við Hafnarbraut. Það er þó ekki búið að þinglýsa kaupsamningi hússins.

Það var hinsvegar fjallað um þetta einstaka einbýli á Smartlandi þegar það var sett á sölu. Um er að ræða  274 einbýli sem var í eigu Gerðar G. Óskars­dótt­ur doktors í mennt­un­ar­fræðum. Húsið var reist var 2009 og er á skjól­sæl­um stað í hverf­inu. Það var selt í nóvember 2024 á 270 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda