Við Kinnargötu í Urriðaholti í Garðabæ er einstaklega fallegt og smekklega innréttað parhús til sölu. Húsið er 196 fm að stærð með möguleika á aukaíbúð með sérinngangi í hluta neðri hæðar hússins. Tvö eldhús eru í húsinu, eitt á neðri hæð og annað á efri hæð. Dásamlegt útsýni yfir Urriðavatn.
Eignin skiptist í anddyri, tvö eldhús, stofu og borðstofu, tvö baðherbergi, hjónaherbergi, þrjú barnaherbergi og bílskúr. Parketflísar eru lagðar á öll gólf neðri hæðar og á efri hæð hússins er gegnheilt parket lagt í fiskibeinamynstri.
Húsið er einstaklega smekklega innréttað. Útisvæðið er sérstaklega heillandi en pallurinn er yfirbyggður að hluta.