Gunnar og Eva Björg keyptu 203 milljóna raðhús

Gunnar Kristjánsson og Eva Björg Ægisdóttir hafa fest kaup á …
Gunnar Kristjánsson og Eva Björg Ægisdóttir hafa fest kaup á raðhúsi. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur hefur fest kaup á raðhúsi í Vesturbænum ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Kristjánssyni. Eva Björg er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur landsins og hafa bækur hennar verið þýddar á fjölmörgum tungumálum. Hennar fyrsta bók kom út 2018, Marrið í stiganum, og hlaut hún Svartfuglinn sem eru íslensk glæpasagnaverðlaun og líka Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2020. Heim fyrir myrkur hlaut verðlaunin Blóðdropann 2023. 

Garðurinn í kringum húsið er fallega hannaður með vönduðum pöllum.
Garðurinn í kringum húsið er fallega hannaður með vönduðum pöllum.

Vandað raðhús

Um er að ræða 292,5 fm raðhús sem reits var 1982. Húsið hefur verið endurnýjað mikið og státar af glæsilegum sérsmíðuðum innréttingum. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með ljósum steinborðplötum. Úr stofunni er gengið beint út í garð sem er sérlega vel skipulagður og smart. Í stofunni er arinn og plankaparket á gólfum. Raðhúsin úti á Granda eru eftirsótt og seljast yfirleitt á toppverði. Eva Björg og Gunnar greiddu 203.000.000 kr. fyrir húsið. 

Smartland óskar þeim til hamingju með það! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda