Bananabörkur notað í nýja hönnunarlínu

MÄVINN línan er litrík og skemmtileg en líka úr náttúrulegum …
MÄVINN línan er litrík og skemmtileg en líka úr náttúrulegum efnum. Ljósmynd/Ikea

Sænska húsgagnafyrirtækið Ikea leitar nýrra leiða til þess að gera vörulínur sínar umhverfisvænni án þess að það komi niður á útliti. Splununý lína lítur dagsins ljós á morgun, 1 júlí, sem kallast MÄVINN. Í línunni má sjá samspil handverks og náttúrulegra efna sem skapa jákvæðar samfélagsbreytingar. 

Vörurnar eru búnar til úr nýstárlegu efni með skemmtilegum smáatriðum. Bananabörkur er meðal annars notaður í vörurnar og þannig skapar línan verðmæti úr úrgangi.

Fyrirtækið hefur unnið með félagslegum frumkvöðlum frá viðkvæmum heimshornum til að skapa meðbyr fyrir þau sem þurfa á honum að halda. Línan færir því handverki þeirra virðingu og vægi. Félagslegir frumkvöðlar eru einstaklingar sem helga sig að því að breyta heiminum til hins betra.

Í nýju MÄVINN línunni má finna 18 fallegar og handunnar vörur sem endurspegla hæfni og sköpunargleði handverksfólks í Bangladess, Indlandi, Indónesíu og Jórdaníu og Taílandi.

Í línunni er að finna ofin loftljós sem gefa hlýlega birtu en eru líka falleg ef fólk vill létta stemninguna á heimilinu. Þar eru líka ofnar diskamottur, röndóttir dúkar í fallegu munstri, púðar, teppi og allt það helsta sem til þarf til þess að fegra heimili fólks. 

Handverksfólk í Bangladess, Indlandi, Indónesíu, Jórdaníu og Taílandi vann línuna …
Handverksfólk í Bangladess, Indlandi, Indónesíu, Jórdaníu og Taílandi vann línuna í samstarfi við Ikea. Ljósmynd/Ikea
Þessi ljós eru í línunni en þau eru ofin og …
Þessi ljós eru í línunni en þau eru ofin og koma með hlýleika inn á heimili. Þau standa ein og sér en eru líka falleg nokkur saman. Ljósmynd/Ikea
Í línunni eru körfur í mismunandi útfærslum.
Í línunni eru körfur í mismunandi útfærslum. Ljósmynd/Ikea
Vörurnar eru meðal annars unnar úr bananahýði.
Vörurnar eru meðal annars unnar úr bananahýði. Ljósmynd/Ikea
Hér má sjá púða með líflegu munstri og dúka rauðum …
Hér má sjá púða með líflegu munstri og dúka rauðum og bleikum lit. Ljósmynd/Ikea
Hér er handverkskona með ofna diskamottu sem prýðir línuna.
Hér er handverkskona með ofna diskamottu sem prýðir línuna. Ljósmynd/Ikea
Ljósmynd/Ikea
Í línunni eru litríkjir diskar og dúkar sem koma með …
Í línunni eru litríkjir diskar og dúkar sem koma með örlítið meira stuð inn á heimilið án þess að stemningin sé eins og í sirkús. Ljósmynd/Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda