Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir kokkur hafa sett íbúð við Háaleitisbraut á sölu.
„Kæru vinir, hér er einstakt tækifæri til að eignast þessa björtu og fallegu íbúð með stórbrotnu útsýni. Ég leyfi mér að fullyrða að hún er fullkomlega staðsett á besta stað í borginni.
Þetta heimili hefur verið okkar athvarf og sannkallaður sælureitur í gegnum árin, og nú leitum við að nýjum eigendum sem vilja njóta þess jafn mikið og við höfum gert,“ skrifar Frosti um íbúðina á samfélagsmiðlum.
Íbúðin er staðsett á efstu hæð með frábæru útsýni miðsvæðis í Reykjavík. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi með möguleika á því fjórða. Íbúðin er einstaklega björt og er eldhúsið mjög heillandi.
Íbúðin er mjög björt og falleg.
Eldhúsið er vel heppnað en það myndast líklegast mikil stemning á barstólunum.
Veggir eru hvítmálaðir og ljóst parket á gólfum.
Opið er úr borðstofu í sjónvarpsstofu.
Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni með möguleika á því fjórða.
Dásamlegt útsýni úr íbúðinni.
Hjónaherbergið er málað í brúnum, róandi litatón.