93 milljóna útsýnisíbúð í Hlíðunum

Hver vill ekki búa steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur?
Hver vill ekki búa steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur?

Við Smyrilshlíð í Reykjavík er heillandi þriggja herbergja íbúð til sölu. Íbúðin er á fimmtu og efstu hæð, með svölum sem snúa í vestur og útsýni til sjávar og fjalla. 

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Eldhúsið er opið í borðstofu og stofu en í því rými eru stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn. Íbúðin er máluð í heillandi litum eins og kremlituðum, gulum og pastelgrænum. 

Hverfið er vel staðsett og eftirsótt þar sem miðbær Reykjvíkur er í göngufæri. Gönguleiðir um Öskjuhlíðina ásamt flottum hjólreiðaleiðum og börn og unglingar eru steinsnar frá íþróttaaðstöðu Vals.

Litasamsetningin innan íbúðarinnar er heimilisleg og heillandi.
Litasamsetningin innan íbúðarinnar er heimilisleg og heillandi.
Útsýnið úr borðstofunni er hverrar krónu virði.
Útsýnið úr borðstofunni er hverrar krónu virði.
Þarna er hægt að njóta sín á góðum sumarkvöldum.
Þarna er hægt að njóta sín á góðum sumarkvöldum.
Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi er innan íbúðarinnar.
Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi er innan íbúðarinnar.
Baðherbergið er málað í pastelgrænum lit sem setur hlýlegan svip …
Baðherbergið er málað í pastelgrænum lit sem setur hlýlegan svip á rýmið.
Hjónaherbergið er rúmgott.
Hjónaherbergið er rúmgott.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda