Við Smyrilshlíð í Reykjavík er heillandi þriggja herbergja íbúð til sölu. Íbúðin er á fimmtu og efstu hæð, með svölum sem snúa í vestur og útsýni til sjávar og fjalla.
Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Eldhúsið er opið í borðstofu og stofu en í því rými eru stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn. Íbúðin er máluð í heillandi litum eins og kremlituðum, gulum og pastelgrænum.
Hverfið er vel staðsett og eftirsótt þar sem miðbær Reykjvíkur er í göngufæri. Gönguleiðir um Öskjuhlíðina ásamt flottum hjólreiðaleiðum og börn og unglingar eru steinsnar frá íþróttaaðstöðu Vals.