Linda Blöndal selur íbúðina og flytur á Selfoss

Linda Blöndal ætlar að flytja austur á Selfoss og einbeita …
Linda Blöndal ætlar að flytja austur á Selfoss og einbeita sér að hægara lífi.

Fjölmiðlakonan Linda Blöndal hefur sett íbúðina við Sæbólsbraut á sölu. Linda, sem hefur starfað sem fréttakona á RÚV síðustu ár, er að flytja austur á Selfoss. Hún segir það hugrakka ákvörðun að fara frá höfuðborgarsvæðinu sem er henni kært.

Linda ætlar að segja skilið við fréttamennskuna og einbeita sér að gróðurrækt en öll hennar nánasta fjölskylda er búsett á svæðinu. 

„Ég er orðin sérstakur áhugamaður um furutré. Ég útiloka þó ekki neitt í framtíðinni enda er blaðamennska „vírus“ sem ekkert læknar nema hvíld og það er ég að gera,“ segir Linda. 

Íbúðin er 70 fm og staðsett á vinsælum stað í fjölbýlishúsi á Kársnesinu í Kópavogi. Íbúðin er smekklega innréttuð á stílhreinan og persónulegan hátt. 

Eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi er í íbúðinni. Eldhúsið er opið að hluta til inn í stofu sem skapar skemmtilegt rými. Rúmgóðar suðursvalir með miklum gróðri gera mikið fyrir íbúðina.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sæbólsbraut 28

Eldhúsinnréttingin er eldri en hefur verið máluð.
Eldhúsinnréttingin er eldri en hefur verið máluð.
Það er nóg skápapláss í eldhúsinu sem er opið að …
Það er nóg skápapláss í eldhúsinu sem er opið að hluta til inn í stofuna.
Íbúðin er opin og björt.
Íbúðin er opin og björt.
Borðstofan og sjónvarpsstofan eru í sama rýminu.
Borðstofan og sjónvarpsstofan eru í sama rýminu.
Svefnherbergi íbúðarinnar er rúmgott.
Svefnherbergi íbúðarinnar er rúmgott.
Svalirnar snúa í suður og er gróðursælt í kring.
Svalirnar snúa í suður og er gróðursælt í kring.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda