Aðalsteinn á Heimildinni selur hæð og ris á Langholtsvegi

Íbúðin er sérlega björt og falleg á vinsælum stað í …
Íbúðin er sérlega björt og falleg á vinsælum stað í Reykjavík. Ljósmynd/Esja Fasteignasala

Aðalsteinn Kjartansson aðstoðarritstjóri Heimildarinnar hefur sett glæsilega eign á Langholtsvegi á sölu. 

Um ræðir 168,5 fermetra hæð og ris ásamt bílskúr í tvíbýli við Langholtsveg. Húsið er byggt 1957 og stendur í grónu og fallegu umhverfi á vinsælum stað í Reykjavík. Garðurinn eru rúmir 620 fermetrar.

Á aðalhæðinni er eldhús með fallegri hvítri innréttingu og góðu vinnuplássi. Innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél fylgja. Á hæðinni er einnig borðstofa og setustofa, sem eru sérlega bjartar, og tvö herbergi. Inn af barnaherbergi er þvottahús.

Í risi eru tvö herbergi undir súð og skemmtilegt alrými á milli þeirra, sem hægt er að nota sem leik- eða sjónvarpsrými.

Bílskúrinn er 41,1 fermetri og býður upp á ýmsa möguleika. Í honum eru góð birtuskilyrði og var hann áður nýttur sem íbúð. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Langholtsvegur 146

Fallegt parket er á aðalhæðarinnar nema á eldhúsi og baði …
Fallegt parket er á aðalhæðarinnar nema á eldhúsi og baði sem er flísalagt. Ljósmynd/Esja Fasteignasala
Opið er úr eldhúsi inn í borðstofu.
Opið er úr eldhúsi inn í borðstofu. Ljósmynd/Esja Fasteignasala
Fallegar hvítar innréttingar og flísalagt eldhús.
Fallegar hvítar innréttingar og flísalagt eldhús. Ljósmynd/Esja Fasteignasala
Opið hol er í miðju rýmisins.
Opið hol er í miðju rýmisins. Ljósmynd/Esja Fasteignasala
Fallegar flísar eru á baðherbergi, sem er skemmtilega innréttað.
Fallegar flísar eru á baðherbergi, sem er skemmtilega innréttað. Ljósmynd/Esja Fasteignasala
Hjónaherbergi er á aðalhæð.
Hjónaherbergi er á aðalhæð. Ljósmynd/Esja Fasteignasala
Barnaherbergi er á aðalhæð.
Barnaherbergi er á aðalhæð. Ljósmynd/Esja Fasteignasala
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda