Ljós tauáklæði njóta vinsælda um allan heim um þessar mundir – ekki bara á Íslandi. Það eru þó ekki bara húsgögn úr tauáklæði sem þykja smart heldur hefur ljós viður aldrei verið vinsælli. Kastljósið beinist að ljósri eik, sem er ákveðinn léttir. Á dögunum kom ný Stockholm-lína frá Ikea en í henni var að finna fjöldann allan af ljósum eikar-húsgögnum sem slegist er um.
Betty TK5 frá Thau & Kallio fegrar hvert rými. Hann fæst í Epal og kostar 148.000 kr.
CUBISM-borðið fæst í Officina. Það kostar 169.990 kr.
Heimilið fær hátíðlegt yfirbragð með ljósum húsgögnum. Þessi stóll er frá Pure Living og fæst í Heimahúsinu. Hann kostar 239.000 kr.
Þessi skápur úr Stockholm-línu Ikea sló rækilega í gegn þegar línan var frumsýnd í Stokkhólmi í febrúar. Hægt er að kaupa hann á ikea.is og í versluninni.
Hringborð getur brotið upp rýmið á sjarmerandi hátt. Þetta borð fæst í Heimahúsinu og kostar 598.000 kr.
Glerborð frá Gubi. Fæst í Epal á 192.000 kr.
Geo-skemilinn hannaði Paolo Grasselli.
Skemillinn fæst í alls konar litum og áferð og sá ódýrasti kostar 90.000 kr. í Módern.
Le Roi-stóllinn þykir ógurlega smart. Hann er fallegur einn og sér en líka við önnur húsgögn eins og sófa. Hann kostar 285.990 kr.
Gravity-lampinn frá Gubi kemur með fegurð inn í hvert rými. Hann kostar 380.000 kr. og fæst í Lumex.
Hamilton-sófinn frá Minotti er löngu orðinn klassískur. Hægt er að raða honum saman að vild. Hér sést hvað það er fallegt að hafa ljósan sófa við viðarklædda veggi.
Glerskápar eru með endurkomu. Hægt er að geyma handklæði, skrautmuni, skó, bækur og skartgripi í þessum eigulega skáp sem er úr Stockholm-línu Ikea.
Sófinn Camaleonda frá B&B Italia nýtur mikilla vinsælda. Hann kostar 2.339.000 kr. og fæst í Casa.
Sveppalampinn frá Obello kallar fram fortíðarþrá. Hann má nota bæði inni og úti. Hann kostar 39.500 kr. í Lumex.