Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og oddviti Pírata í Reykjavík festi kaup á parhúsi í Grafarvogi á dögunum. Hún keypti húsið þó ekki ein síns liðs því kærasti hennar, Sævar Ólafsson, á 40% í húsinu en hún 60%.
Um er að ræða 165,1 fm parhús sem reist var 1993. Ásett verð var 129.900.000 kr. þegar húsið var auglýst til sölu í mars en Dóra og Sævar keyptu það á 127.000.000 kr.
Húsið er á tveimur hæðum og fylgir myndarlegur bílskúr með húsinu. Í kringum húsið er stór garður og stórt bílaplan þar sem hægt er að leggja að minnsta kosti þremur bifreiðum. Þetta stóra bílaplan vekur athygli því Dóra Björt er ein af þeim sem tala látlaust fyrir bíllausum lífsstíl.
Smartland óskar Dóru Björt og Sævari til hamingju með húsið!