Við Bugðulæk í Reykjavík er falleg „fyrsta íbúð“ til sölu. Eigendur íbúðarinnar eru áhrifavaldurinn Arna Petra Sverrisdóttir og kærasti hennar Tómas Ingi Gunnarsson.
Íbúðin er einstaklega smekkleg og vel staðsett. Íbúðin er á jarðhæð með sérinngangi og sólríkri verönd. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni sem hefur verið töluvert endurnýjuð í gegnum árin.
Eldhúsið hefur verið endurnýjað að hluta en þar er gott hirslupláss, innbyggð uppþvottavél og falleg borðplata.
Arna Petra og Tómas eiga tvær dætur.