Við Hverfisgötu í hjarta Hafnarfjarðar er einstakt, sögufrægt einbýlishús til sölu. Margir Hafnfirðingar gætu munað eftir húsinu sem Hallabúð.
Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og er bæði fallegt að innan sem utan. Einstakur garður hefur hlotið verðlaun frá Hafnarfjarðarbæ fyrir fegurð og hönnun með heitum potti, útisturtu, pergólu og útigeymslu. Eignin er 226 fm og henni fylgir 21 fm bílskúr.
Á jarðhæð hússins er 50 fm íbúð með sérinngangi. Hægt er að opna á milli og tengja jarðhæð við húsið. Hjarta heimilisins er önnur hæð hússins þar sem eldhús, borðstofa, stofa og skáli mynda sjarmerandi rými. Stofan var byggð við húsið árið 2006 og er með góðri lofthæð og útgengi út í garð.
Á efstu hæð hússins er hjónaherbergi með fataherbergi. Þar er gengið út á svalir sem snúa út í garðinn. Annað herbergi er á hæðinni ásamt baðherbergi sem var endurnýjað árið 2024.
Húsið var reist árið 1926 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar allar götur síðan. Það hýsti lengi Hallabúð þar sem heimilisfólkið rak verslun á jarðhæð og bjó sjálft á efri hæðum.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Hverfisgata 45