Við Frostaskjól í Reykjavík er að finna eitursmart 330 fm raðhús sem reist var 2006. Húsið er vel skipulagt og er á tveimur hæðum. Hjónin Gunnar S. Jónsson, fasteignasali á Betri stofunni og Unnur Erla Jónsdóttir lögmaður eru eigendur hússins. Ásett verð er 249.000.000 kr.
Rut Káradóttir innanhússarkitekt teiknaði húsið að innan og eru allar innréttingar sérsmíðaðar. Í eldhúsinu er afar eiguleg og smart innrétting með hnausþykkum granítstein á borðplötunni. Innréttingarnar í eldhúsinu eru annars vegar hvítar sprautulakkaðar eða úr hnotu. Samspilið er gott eins og sést á myndunum.
Flísarnar á gólfinu í alrýminu, þar sem stofa og eldhús mætast, eru líka úr graníti sem fer vel við eldhúsinnréttinguna.
Heimilið er búið fallegum og nútímalegum húsgögnum sem passa vel við innréttingarnar.