Anton keypti 259 milljóna rjómatertuhús

Kjartan Sveinsson teiknaði húsið. Það var reist árið 1985.
Kjartan Sveinsson teiknaði húsið. Það var reist árið 1985. Fasteignavefur mbl.is

Athafnamaðurinn Anton Kristinn Þórarinsson, sem oftast er kallaður Toni, hefur fest kaup á einbýlishúsi í Arnarnesi.

Um er að ræða 356,4 fm einbýlishús sem teiknað var af Kjartani Sveinssyni og reist 1985. Þessi hús sem Kjartan teiknaði á níunda áratugnum eru oft og tíðum kölluð rjómatertuhús. Þau búa yfir ákveðnum glamúr og stemningu sem var ríkjandi í heiminum á þeim tíma sem Dallas-þættirnir voru vinsælir. Í húsunum sem eru á tveimur hæðum eru oft stórir hringstigar eins og voru á Southfork, búgarði Ewing-fjölskyldunnar í Dallas-þáttunum. 

Þegar þessi hús voru byggð eitt af öðru í Arnarnesinu á áttunda og níunda áratugnum þótti ekkert fínna en að búa í svona húsi. Ef þú bjóst í svona húsi þá varstu að gera eitthvað rétt í lífinu.

Ewing-fjölskyldan í sínu fínasta pússi á Southfork-búgarðinum.
Ewing-fjölskyldan í sínu fínasta pússi á Southfork-búgarðinum. CBS

Anton keypti húsið 29. september, eða sama dag og Þórarinn Arnar Sævarsson festi kaup á Haukanesi 24, sem var í eigu Antons. Húsið við Haukanes 5 er þó ekki tekið upp í Haukanes 24 heldur fór af stað önnur fasteignalest. 

Fyrst seldi Þórarinn Haukanes 5 til félagsins Gullsmára ehf. sem Sigrún Bjarnadóttir er í forsvari fyrir. Í beinu framhaldi seldi Gullsmári ehf. húsið til Antons á 259.000.000 kr. 

Húsið var afhent 1. október. 

Smartland óskar Antoni til hamingju með húsið! 

Anton festi kaup á húsinu í september.
Anton festi kaup á húsinu í september. Fasteignavefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda