Arnór og Sólrún keyptu 170 milljóna raðhús

Sólrún og Arnór hafa fest kaup á fallegu raðhúsi í …
Sólrún og Arnór hafa fest kaup á fallegu raðhúsi í Skerjafirði. Samsett mynd

Arnór Hreiðarsson, ráðgjafi og eigandi Baunir & ber, og Sólrún Sigurðardóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Háskóla Íslands, hafa fest kaup á fallegu raðhúsi við Einarsnes í Skerjafirði.

Þau eiga íbúð við Reynimel og fjallaði Smartland um íbúðina þegar hún fór á sölu. Um er að ræða ofurfallega 120 fm íbúð með eldhúsinnréttingu úr burstuðu stáli svo eitthvað sé nefnt. 

Í ágúst var snoturt raðhús við Einarsnes auglýst til sölu. Um er að ræða 181 fm raðhús sem reist var 1972. Búið var að taka húsið í gegn að hluta til. Þó var ekki búið að eyðileggja stílinn á húsinu því á ganginum niðri voru keramikflísar sem eru líklega upprunalegar. 

Arnór og Sólrún greiddu 170.000.000 kr. fyrir raðhúsið sem þau keyptu af Huldu Guðjónsdóttur og Páli Rafnar Þorsteinssyni. 

Smartland óskar Sólrúnu og Arnóri tl hamingju með nýja húsið! 

Húsið er á tveimur hæðum og er hægt að njóta …
Húsið er á tveimur hæðum og er hægt að njóta útsýnis úr húsinu því úr stofunni, sem er á efri hæðinni, eru bæði svalir og stórir gluggar.
Um er að ræða endaraðhús á góðum stað í Skerjafirði.
Um er að ræða endaraðhús á góðum stað í Skerjafirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda