Þórarinn Arnar Sævarsson einn af eigendum fasteignasölunnar Remax hefur fest kaup á einbýlishúsi í Arnarnesi. Um er að ræða 620,8 fm einbýlishús sem reist var 2023. Húsið var í eigu Antons Kristins Þórarinssonar athafnamanns sem hefur tvívegis á liðnum árum auglýst húsið til sölu. Hann greiddi 485.000.000 kr.
Mikill áhugi hefur verið á húsinu en keðjur hafa slitnað og fleira hefur spilað inn í. Þórarinn Arnar þekkir fasteignamarkaðinn vel eftir að hafa starfað sem fasteignasali lengi. Hann hefur sjálfur búið í Arnarnesinu og þekkir því vel töfra hverfisins.
Smartland óskar Þórarni til hamingju með húsið!