Norræni skálinn sópar að sér verðlaunum

Kristín Eva Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri hönnunarstofunnar Gagarín sem kom að …
Kristín Eva Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri hönnunarstofunnar Gagarín sem kom að hönnun norræna skálans á heimssýningunni. Samsett mynd

Sýning norræna skálans á heimssýningunni í Osaka í ár var nýlega verðlaunuð sem besta heildarsýning og upplifun á Iconic-verðlaununum sem veitt eru árlega í Þýskalandi. Þetta eru önnur verðlaunin sem sýningin hlýtur í haust.

Íslenska hönnunarstofan Gagarín, danska hönnunarstofan Kvorning og norsk-íslenska arkitektastofan Rintala Eggertsson hönnuðu sýninguna í norræna skálanum. 

„Verðlaunin koma ánægjulega á óvart. Expo-verkefnið var bæði skemmtilegt og krefjandi, sérstaklega þar sem viðskiptavinurinn var í raun fimm þjóðir og umfang skálans öllu minna en hjá stóru þjóðunum,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Gagarín í fréttatilkynningu.

Fyrr í haust hlaut skálinn gullverðlaun í flokknum „Best Exhibit/Display“ á World Expolympics. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á heimssýningunni en þar eru 193 sýningar. 

Framúrskarandi arkitektúr og frumlegheit

Iconic-verðlaunin eru tileinkuð framúrskarandi arkitektúr, heildar innanhússhönnun, upplifun og frumlegum verkum á hverju ári. Aðalverðlaun hátíðarinnar fengu að þessu sinni Lina Ghotmeh arkitekt, sem hélt fyrirlestur á DesignTalks í Hörpu síðasta vor, Lucas Muñoz Muñoz innanhússhönnuður, barnaspítalinn í Zürich, Mariam Issoufou arkitekt og námsver í tækniháskólanum í Braunschweig.

„Á gólfinu erum við með níu gagnvirkar stöðvar með smásögum þar sem við fjöllum um hvað Norðurlöndin eru að gera til að stuðla að betri framtíð. Við erum með þessi markmið í loftslagsmálum, við erum að gera þetta varðandi sóun, lífsgæði og við erum að kynna þessa hugmynd um það sem Norðurlöndin eiga sameiginlegt og hvernig þau hafa unnið saman í áratugi að því að skapa eitt samþættasta svæði veraldar,“ sagði Kristín Eva í viðtali við Smartland um sýninguna í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda